Fatlaðir fá áfram akstur

Grímsnes- og Grafningshreppur hefur ákveðið að halda akstri fatlaðra íbúa á Sólheimum óbreyttum þar til samkomulag hefur náðst milli Árborgar og Sólheima um málefni Sólheima.

Sagði Gunnar Þorgeirsson oddviti í samtali við Sunnlenska að greiðslur fyrir aksturinn verði með sama sniði og venjulega og borgi sveitarfélögin í samræmi við mánaðarkostnað síðasta árs.

Fatlaðir íbúar á Sólheimum hafa undanfarin ár verið keyrðir í fullorðinsfræðslu á Selfoss og til læknis í Laugarási.