Fastur í Smjörgili

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út fyrr í dag vegna erlends ferðamanns sem er í sjálfheldu í Smjörgili, um 1,5 km suður af Gígjökli.

Maðurinn, sem verið hefur á göngu í fjöllunum undir jökli síðustu daga, er utan alfararleiðar og afar fátítt er að göngufólk sé á ferð á þessum slóðum.

Hann er í miklum bratta og kemst hvorki lönd né strönd. Einnig er hann staðsettur þannig að afar erfitt er að komast að honum á landi og getur það tekið langan tíma og mikla vinnu.

Maðurinn er heill á húfi en orðið nokkuð kalt.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn og er áætlaður komutími hennar rétt fyrir klukkan 15:00.

Fyrri greinStraumlaust í Rangárþingi
Næsta greinSíminn styrkir 4G sambandið á Suðurlandi