Fastir í jepplingi á Kjalvegi

Björgunarsveit Biskupstungna var kölluð upp á Kjalveg um kl. 15:30 í dag þar sem ferðamenn höfðu fest jeppling í snjó.

Björgunarsveitarmönnum var hins vegar snúið við þegar vegfaranda bar að og dró hann jepplinginn, sem var af gerðinni Suzuki Vitara, upp.

Bíllinn sat fastur rúma fimm kílómetra norðan við Gullfoss.