Fasteignaskattur mun lækka í Mýrdalnum

Vík í Mýrdal. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Meirihluti Framsóknar og óháðra í Mýrdalshreppi hyggst lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í haust.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu framboðsins.

„Fasteignaverð í sveitarfélaginu hefur hækkað mjög á síðustu árum. Þróunin ber þess vitni að fleiri vilja búa í sveitarfélaginu, sem er jákvæð þróun. Fylgifiskurinn eru hærri fasteignagjöld ef álagningarprósentan er óbreytt,“ segir í tilkynningu B-listans.

„Stefnan okkar var skýr – íbúar eiga ekki að bera stóraukinn kostnað af hækkun fasteignaverðs. Þess vegna munum við lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í haust.“

Fyrri greinÖnnur markaveisla Uppsveita – KFR tók þrjú stig
Næsta greinGaltalækjarskógur í höndum nýrra eigenda