Fasteignamarkaðurinn svipaður og í janúar í fyrra

Á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls var 83 kaupsamningum um fasteignir á Suðurlandi þinglýst í janúar síðastliðnum. Þar af voru 33 samningar um eignir í sérbýli.

Alls voru 22 samningar um eignir í fjölbýli og 28 samningar um annars konar eignir. 

Heildarveltan var tæplega 2,3 milljarðar króna og meðalupphæð á samning var 27,2 milljónir króna. Þetta er örlítið minni velta en í janúar í fyrra en þá var heildarveltan rúmlega 2,4 milljarðar króna.

Af þessum 83 var 51 samningur um eignir á Selfossi, í Þorlákshöfn og Hveragerði. Heildarveltan á Árborgarsvæðinu var rúmlega 1,4 milljarðar og meðalupphæð á samning 28,5 milljónir króna. Þetta eru svipaðar tölur og árið 2018, en þó ívið hærri og því hefur heildarveltan á Árborgarsvæðinu aldrei verið meiri í janúar síðan Þjóðskrá Íslands hóf að halda utan um þessar tölur.

Fyrri greinHellisheiði lokuð – Búið að opna
Næsta greinDagur Fannar Íslandsmeistari í sjöþraut