Farmurinn rúmlega hálfu tonni of þungur

Lögreglan á Suðurlandi klippti skráningarnúmer af sex bílum sem reyndust ótryggðir í umferðinni í síðustu viku. Sektin við því nemur nú 50 þúsund krónum.

Á sunnudag höfðu lögreglumenn afskipti af flutningi gröfu á kerru aftan í jeppa en kerran ásamt gröfunni vóg 520 kílóum meira en það sem bifreiðin mátti draga. Þá var grafan óbundin á vagninn. Ökumanninum var bannað að halda för sinni áfram þar til komið væri með ökutæki sem mætti draga þessa þyngd.

Lögreglan kyrrsetti einnig hópferðabifreið við Skógafoss í síðustu viku þegar í ljós kom að viðkomandi hafði ekki rekstrarleyfi til aksturs.

Fyrri greinÍ umferðinni undir áhrifum áfengis og kókaíns
Næsta greinMeð ellefu skammta til eigin neyslu