Farið varlega – hvort sem er gangandi eða akandi

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er mikill vindur og leiðinlegt veður undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og við Reynisfjall.

Lögreglan biður þá sem hyggjast leggja land undir fót að skoða veðurspár og færð áður en haldi er af stað. Stundum er betra heima setið en af stað farið ef ferðin er ekki undirbúin og bílar og fólk ekki undirbúið undir veður og færð.

Einnig beinir lögreglan á Hvolsvelli því til gangandi vegfarenda að fara varlega innanbæjar á öllum þéttbýlisstöðum umdæmisins þar sem mjög hált er og auðvelt að missa fótana og hrasa.

Fyrri greinInnbrot í Seylon og Alvörubúðina upplýst
Næsta greinÆtlar að selja allar íbúðirnar á árinu