Farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum

Lögreglustjórinn á Selfossi hefur farið fram á að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa valdið dauða fanga á Litla-Hrauni í síðustu viku verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna.

Mennirnir tveir hafa verið leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands og tók dómari sér frest til morguns til að úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra.

Rannsókn málsins er mjög vandmeðfarin og er á viðkvæmu stigi og af þeim ástæðum veitir lögregla ekki frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar.