Fara ekki í ósinn fyrr en eftir mat

Rangárþing eystra mun ekki gefa út framkvæmdaleyfi fyrir gerð varnargarðs í ósi Markarfljóts fyrr en samkomulag hefur tekist við landeigendur og Skipulagsstofnun hefur metið hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat.

Siglingastofnun hefst ekki handa fyrr en öll leyfi hafa fengist. Hún hefur fengið heimild samgönguráðherra til að ráðstafa 180 milljónum kr. sem ætlaðar eru til viðhaldsdýpkunar í Landeyjahöfn. Meðal annars er fyrirhugað að gera flóðvarnargarð til að færa ósa Markarfljóts um tvo kílómetra til austurs.

Siglingastofnun sótti um framkvæmdaleyfi til Rangárþings eystra í fyrradag. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri hefur boðað til fundar með landeigendum og viðkomandi stofnunum næstkomandi mánudag til að skýra málið. Landeigendur austan Markarfljóts hafa áhyggjur af því að fljótið flæmist yfir þeirra land. Siglingastofnun segir að áin verði innan núverandi marka og garðurinn muni ekki veita henni á gróið land.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fyrri greinSkipt um perur á Ölfusárbrú
Næsta greinHerjólfur á Facebook