Farþegi í framsæti kastaðist út

Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðavegi við gatnamót Suðurlandsvegur um klukkan hálffimm á laugardagsmorgun þegar jeppabifreið með fjórum mönnum valt útfyrir veg.

Farþegi í framsæti mun hafa kastast út úr bifreiðinni og kjálka- og handleggsbrotnað. Ökumaður slasaðist á höfði. Báðir voru fluttir á Slysadeild Landspítala í Fossvogi.

Hinir farþegarnir tveir sluppu með minni háttar meiðsl.

Rannsóknardeid lögreglunnar á Selfossi rannsakar tildrög slyssins.

Tvær aðrar bílveltur urðu í umdæmi Selfosslögreglu í liðinni viku. Önnur á Biskupstungnabraut við Brúará og hin við Laugarvatn. Í báðum tilvikum voru á ferðinni erlendir ferðamenn sem sluppu með skrekkinn.

Fyrri greinÖrugg byrjun hjá Hamri
Næsta greinBuster þefaði uppi sextán jónur