Fannst sofandi með mikla áverka

Snemma á laugardagsmorgun var komið að sofandi manni í garði við Engjaveg á Selfossi. Maðurinn var með mikla áverka á andliti og orðinn kaldur.

Hann var nokkuð ölvaður og hafði farið í óminnisástand og vitað síðast af sér um kl. tvö um nóttina. Maðurinn hafði enga hugmynd um hvernig hann hlaut áverkana.

Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans en hann reyndist óbrotinn.