Fannst sofandi í bifreið

Pilturinn sem leitað hefur verið að síðan snemma í morgun í Landbroti fannst eftir hádegi heill á húfi.

Pilturinn fannst í bifreið við sveitabæ um 5 km frá sumarbústaðnum þar sem síðast sást til hans. Bóndinn á bænum fann piltinn sofandi í bílnum.

Um 160 björgunarsveitamenn af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í leitinni.