Fannst látinn á Hótel Örk

Íslenskur karlmaður fannst látinn inni á herbergi sínu á Hótel Örk á laugardagskvöld. Lögreglan á Selfossi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fara með rannsókn málsins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins komu í ljós innvortis áverkar við krufningu mannsins í dag en ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Fyrri greinVinnuslys í Hveragerði
Næsta grein„Framtíðin er okkar“