Fannst látin í Fljótshlíð

Önnur kvennanna, sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð, fannst látin í Bleiksárgljúfri. Konan sem var erlend var á ferðalagi ásamt íslenskri vinkonu sinni. Enn er leitað að íslensku konunni.

Síðast heyrðist til þeirra á laugardag. Tilkynnt var um hvarf þeirra í gær og hófst leit að þeim seinni partinn. Konurnar eru báðar á fertugsaldri og var saknað eftir að þær fóru í gönguferð frá sumarbústað í Fljótshlíðinni.

Í fréttum Ríkisútvarpsins kom fram að milli 70 og 90 manns hafi leitað á svæðinu í gær og fram á nótt. Leit hófst að nýju í morgunsárið.

Sérhæft leitarfólk, gönguhópar og kafarar eru nú við leit í innanverðri Fljótshlíðinni. Einnig hafa leitarhundar verið notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað svæðið úr lofti í gær og í dag.

UPPFÆRT 12:18

Fyrri greinÁrborgarar mörðu jafntefli
Næsta greinMótmæla gistiheimili