Allar björgunarsveitir í Árnessýslu ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna göngumanns sem hafði orðið viðskila við samferðahóp sinn á göngu í Kerlingarfjöllum.
Þegar björgunarsveitir úr Uppsveitunum voru komnar vel á veg upp Kjalveg fannst viðkomandi af fólki á svæðinu og því var hjálparbeiðnin til björgunarsveitanna afturkölluð og hópum á leið á vettvang snúið við.

