Fanginn ófundinn

Lögreglan á Selfossi hefur í gærkvöldi og nótt, í samstarfi við fleiri lögregluembætti, unnið úr vísbendingum varðandi flótta Matthíasar Mána Erlingssonar af Litla-Hrauni í gær.

Leitin að honum er ennþá árangurslaus og þær vísbendingar sem hafa borist hafa ekki verið á rökum reistar, hefur mbl.is eftir lögreglunni.

Matthías Máni er 171 semtímetri á hæð, 70 kg og grannvaxinn. Hann var í grárri hettupeysu, dökkum buxum og með svarta prjónahúfu á höfði þegar hann strauk.

Í tilkynningu, sem lögregla sendi frá sér í gær, segir að vísbendingar séu um að Matthías Máni hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í gær, en ekki er vitað hvernig hann komst út fyrir girðingu fangelsisins. Lögreglan óskar eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans. Sími lögreglu er 480 1010.

Fyrri greinHundrað milljónir í bein framlög og styrki
Næsta greinMB verktak bauð best