Fanga­vörður rekinn fyrir að stela frá fanga

Á Litla-Hrauni. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Fangaverði á Litla-Hrauni hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa slegið eign sinni á mun í eigu fanga.

Málið komst upp síðastliðinn föstudag þegar „í ljós kom að munur í eigu fanga reyndist hafa verið í vörslum starfsmannsins án vitneskju annarra,“ eins og segir í tilkynningu Fangelsismálastofnunar. Ríkisútvarpið greinir frá því að um sé að ræða armbandsúr.

Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vegna persónuverndar og rannsóknarhagsmuna verða ekki veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fyrri greinGrunuðum brennuvargi sleppt úr haldi
Næsta greinTröllatvenna Tomasetti tryggði sigur Selfoss