Fallhlífastökkvari slasaðist á Hellu

Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist í fallhlífarstökki á Helluflugvelli á þriðja tímanum í dag. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Ríkisútvarpið greinir frá því að samkvæmt vakthafandi lækni sé manninum haldið sofandi en líðan hans er stöðug.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi og lögreglunni á Hvolsvelli. Samvæmt lögreglunni á Hvolsvelli var maðurinn í hópi fallhlífastökkvara og slasaðist við lendingu.

Fyrri greinBlómleg dagskrá í Hveragerði um helgina
Næsta greinHátíðarstemmning hjá Ægismönnum