Faldi stolna skó undir sólpalli

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fingralangur einstaklingur var staðinn að því að hnupla skópari úr verslun í Vík í Mýrdal síðastliðinn laugardag.

Þegar lögreglan hafði upp á þjófnum hafði hann komið skónum fyrir undir sólpalli við íbúðarhús þar í bæ og kannaðist lítið við málið.

Lögreglan yfirheyrði þjófinn og var honum síðan sleppt en málið fer áfram til ákærusviðs til ákvörðunar um framhald þess.

Fyrri greinFlugmaðurinn hlaut alvarleg meiðsli
Næsta greinNeysluskammtar og tól fundust á Selfossi