Fáheyrð framkvæmd í Hraungerði

„Kvótinn er stærsti bitinn, langt um dýrari en byggingin,“ segir Guðmundur Stefánsson í Hraungerði sem stendur í stórræðum þessa dagana ásamt Stefáni syni sínum.

Verið er að byggja 300 fermetra fjós fyrir 50 kýr. Slík framkvæmd er fáheyrð til sveita þessi misserin. „Er ekki líka verið að byggja fjós fyrir norðan? Mér skilst það,“ segir Guðmundur.

Gamla fjósið í Hraungerði var byggt fyrir 54 árum og er helmingi minna en nýbyggingin. „Ætli megi ekki segja að það hafi verið kominn tími á að stækka,“ segir Guðmundur. Hann reiknar með að kaupa mjólkurkvóta fyrir um 50 til 60 milljónir króna og vera þá alls með 200 til 250 þúsund lítra kvóta í Hraungerði.

Fyrri greinÞremur kílómetrum flýtt
Næsta greinÓlafur Arnalds í Skálholti