Fagverk verktakar buðu lægst í Þrengslaveg

Á ferð á Þrengslavegi við Lambafell. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Fagverk verktakar í Mosfellsbæ áttu lægsta tilboðið í endurbyggingu á hluta Þrengslavegar en verkið var boðið út í janúar síðastliðnum.

Tilboð Fagverks verkaka hljóðaði upp á 312,9 milljónir króna og var 3% undir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 321,5 milljónir króna.

Þrír aðrir verktakar buðu í verkið. Óskatak ehf átti litlu hærra tilboð; 315,3 milljónir króna, Malbikunarstöðin Höfði bauð 349,2 milljónir og Loftorka Reykjavík 363 milljónir króna.

Um er að ræða endurmótun, lítilsháttar breikkun, styrkingu og malbikun á 5,4 km kafla á Þrengslavegi, frá afleggjaranum að Lambafellsnámu að afleggjara að Litla-Sandfelli.

Verkinu á að vera lokið þann 1. september næstkomandi.

Fyrri greinDagný Lísa íþróttamaður ársins í Ölfusinu
Næsta greinStarfsemi Ungmennabúðanna stöðvast vegna myglu