Fagurgerði komið í loftið

Fagurgerði er nýr efnisflokkur sem hefur göngu sína á sunnlenska.is í dag. Þar verður fjallað um ýmislegt sem tengist hönnun, heimili og heilsu, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrstu pistlarnir í Fagurgerði birtust í morgun en ætlunin er að birta þar reglulega pistla um hönnun, heimilið, hannyrðir, heilsu og hvernig má hugsa almennt betur um sjálfan sig. Í stuttu máli sagt má segja að Fagurgerði sé bæði fyrir líkama og sál.

Pistlahöfundar í Fagurgerði eru Ásta Björg Kristinsdóttir, Hildur Grímsdóttir, Jóhanna S. Hannesdóttir, Lovísa V. Guðmundsdóttir, Ragna Björg Arnardóttir og Steinunn Birna Guðjónsdóttir.

Fagurgerði

Fyrri greinBjörgvin G: Verðtryggingarbrella eða varanleg lausn
Næsta greinVilja ekki sjá ofskynjunarsveppi við skólann