Fagna strætóferðum til Reykjavíkur

Stjórn SASS hefur ákveðið að Strætó taki upp daglegar ferðir á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur kvölds og morgna á virkum dögum þegar vetraráætlun Strætó tekur gildi næsta haust.

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í gær fagnaði bæjarstjórn þessari ákvörðun stjórnar SASS. Það er von bæjarstjórnar Ölfuss að íbúar Þorlákshafnar og aðrir nýti þessa þjónustu til að tryggja framtíðarlausn í almenningssamgöngum við höfuðborgarsvæðið.

Sumaráætlun Strætó tekur gildi þann 19. maí en í sumar mun leið 71, milli Þorlákshafnar og Hveragerðis, ekki aka. Þá verða tvær ferðir á dag alla daga vikunnar á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði í sumar og leið 52 mun tengjast Herjólfi þrisvar á dag, alla daga vikunnar.

Fyrri greinSunnlenski sveitadagurinn í dag
Næsta greinTómas Heiðar í Þór