Færði sig í aftursætið þegar lögreglan stöðvaði hann

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Þrír ökumenn sem lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af í síðustu viku eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Einn þeirra gisti fangageymslur þar til hann var fær um að gefa skýrslu en hann hafði reynt að koma sér undan sök með því að færa sig í aftursæti bifreiðarinnar þegar lögreglumenn höfðu afskipti af honum. Maðurinn játaði brot sitt þegar af honum var runnin áfengisvíman og honum var sleppt að skýrslugjöf lokinni.

Annar ölvaður ökumaður lenti utan í vegriði í Hveradalabrekkunni og sá þriðji var stöðvaður morgni dags og kvaðst hann ekki hafa áttað sig á því að hann væri mögulega að fara of snemma af stað eftir drykkju næturinnar.

Fyrri greinGettu betur hefst í kvöld
Næsta greinÖll börnin og allt starfsfólkið í einangrun eða sóttkví