Fækkar um 550 í sóttkví í Árborg

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íbúum í sóttkví í sveitarfélaginu Árborg fækkaði um 550 á milli daga og er stærstur hluti þeirrar tölu nemendur í Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Aldrei hafa jafn margir verið skimaðir á Selfossi á einum degi, eins og í gær, þegar stór skimun fór fram í Sunnulækjarskóla en verkefnið gekk afar vel að sögn Birgis Edwald, skólastjóra.

Alls greindust 97 ný kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær, langflest á höfuðborgarsvæðinu.

Virkum smitum á Suðurlandi fjölgar um fjögur á milli daga, en inni í þeirri tölu gætu verið einstaklingar af öðrum svæðum sem hafa t.d. valið að vera í einangrun í sumarhúsum á Suðurlandi.

Nú eru 7 í einangrun á Selfossi og 56 í sóttkví þar. Áfram eru 5 í einangrun í Bláskógabyggð en sú tala er ekki til marks um aukningu á smitum í samfélaginu því inni í þeirri tölu eru einnig einstaklingar sem dvelja í einangrun í sumarhúsum.

Fyrri greinMeð meistargráðu í alþjóðlegri gestrisni
Næsta greinEngin smit í sýnatökunni í Sunnlækjarskóla