Fækkar í einangrun á Suðurlandi

Á Selfossi eru 210 í einangrun og 246 í sóttkví. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 79 manns í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fækkað um 11 síðan í gær.

Þá eru 122 í sóttkví, eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti, sem er svipaður fjöldi og síðustu daga.

Flestir eru í einangrun í Árborg, 23 einstaklingar, þar af 14 á Selfossi. Í Árborg eru 34 í sóttkví, þar af 29 á Selfossi. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Í gær greindust 124 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 54 utan sóttkvíar, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinSuðurlandsdjazzinn um komandi helgi
Næsta greinFyrirliðinn gaf tóninn