Fáar kindur drápust

Fram kom á fundi sem Búnaðarsamband Suðurlands efndi til á Kirkjubæjarklaustri í gær að fjórtán ær og nokkur lömb hefðu drepist í Skaftárhreppi af völdum gossins í Grímsvötnum.

Þetta segir Jóhanna Jónsdóttur, fjár- og ferðaþjónustubónda á Hunkubökkum á Síðu, í Morgunblaðinu í dag. Er þetta mun minna tap en óttast var í fyrstu.

Jóhanna sagði að fram hefði komið í máli dýralækna að kindur sem hefðu fengið ösku í augun virtust flestar ætla að ná sér. Enn væri mikið um ösku austarlega í Skaftárhreppi, hún væri fíngerð en engin hætta á að askan skemmdi bíla.

Fyrri greinSkert fjárframlög fyrir dómi
Næsta greinKeppt á tveimur völlum