Fá kæru vegna nætursunds

Aðfaranótt laugardags hafði lögreglan afskipti af nokkrum ungmennum sem voru inni á sundlaugarsvæði Sundhallar Selfoss og einhver þeirra voru komin ofan í heitu pottana.

Fólkinu var vísað út af svæðinu og má það búast við kæru vegna húsbrots með því að hafa farið inn á svæði sem því var óheimilt.