Fá enga orku á Suðurlandi

„Það má segja að það sé allt fullt af orku á Suðurlandi en það vill bara enginn selja okkur hana,“ segir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf, sem ætlar að reisa kísilmálmverksmiðju hér á landi.

Thorsil hefur um tveggja ára skeið skoðað möguleika á að reisa slíka verksmiðju í Þorlákshöfn en hefur nú snúið áformum sínum að Bakka í Norðurþingi og falast þar eftir lóð undir kísilmálmverksmiðju.

Að sögn Hákonar hefur félagið nú í tvö ár leitað leiða til að fá orku fyrir verksmiðju í Þorlákshöfn. Nú sé hins vegar einsýnt að þar sé enga orku að fá.

„Það er ljóst að við hefðum ekki kosið að fara annað,“ segir Hákon.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT