Fá ekki leyfi fyrir rafrænni kosningu

Innanríkiráðuneytið hefur hafnað Rangárþingi ytra um þátttöku í tilraunaverkefni um rafrænar íbúarkosningar. Til stóð að kjósa í vor þar sem spurt yrði um sameiningu yfirstjórnar grunnskólanna.

„Þetta er niðurstaða ráðuneytisins og við verðum að lúta henni, auðvitað er þetta svekkjandi en það er ekkert við þessu að segja, við sættum okkur við niðurstöðuna,“ segir Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Könnunin er ekki bindandi þar sem um tilraunaverkefni er að ræða.

Ráðuneytinu barst erindi frá fulltrúum Á-listans, í minnihluta sveitarstjórnar, sem gerðu athugasemdir vegna afgreiðslu sveitarstjórnar og sveitarstjóra í málinu.

„Má af erindinu ráða að töluverður ágreiningur sé í sveitarstjórninni og jafnvel innan sveitarfélagsins um grundvöll umræddar íbúakosningar“, segir m.a. í erindi ráðuneytisins, sem hafnaði í kjölfarið kosningunni.

Fyrri greinFyrstu verðlaun Brynhildar
Næsta greinPáskabingó í Sunnulækjarskóla