Færsla Markarfljóts hefst í janúar

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur heimilað Siglingastofnun að ráðast í gerð bráðabirgða flóðvarnargarða við ósa Markarfljóts.

Leyfið er veitt með samþykki landeigenda og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega eftir áramót.

Frá þessu er greint á vef Frétta í Vestmannaeyjum.

Dýpkunarskip Íslenska gámafélagsins, Scandia, átti að hefja vinnu við dýpkun hafnarinnar í byrjun janúar en vegna tafa á viðgerð á skipinu mun það dragast. Skipið fer í skoðun í Danmörku 10. janúar og mun ekki hefja dýpkun fyrr en seinni hluta janúarmánaðar.

Landeyjahöfn hefur verið opin í desember en lægðir sem koma upp að landinu á annan og þriðja dag jóla eru líklegar til að valda róti við höfnina þannig að hún lokist og ef svo fer verður hún lokuð þar til Scandia getur athafnað sig.

Fyrri greinHerjólfur siglir til Þorlákshafnar
Næsta greinHrunalaug botnfrosin