Fær afhentan stíg vegna lagningar rafmagnsstrengs

Landsnet hyggur á lagningu rafmagnsstrengs frá spennustöð við Larsenstræti á Selfossi til Eyrarbakka á næsta ári í þeim tilgangi að bæta öryggi afhendingu á rafmagni í sveitarfélaginu Árborg.

Við lagningu strengsins, verður jafnframt lagður stígur sem hægt verður að nota sem göngu- og reiðhjólastíg og fær sveitarfélagið Árborg hann afhentan eftir að lögn strengsins lýkur.

„Við fórum þess á leit við þá að fá að nota stíginn og það er þeirra vilji,“ sagði Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, í samtali við Sunnlenska. Hann segir lagningu strengsins bæta mjög öryggi á afhendingu rafmagns sem komi iðnfyrirtækjum og öðrum til góða.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinSveitarfélög geta ekki bannað nauðungarsölur
Næsta greinÞÁ bílar í gamla Selós húsið