Fært um Fjallabak

Fært er orðið um Fjallabaksleið nyðri en þessa dagana eru hálendisvegir að verða færir hver af öðrum.

Allur akstur er enn bannaður á fjölmörgum hálendisvegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru beðnir að kynna sér vel hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað, segir á vef Vegagerðarinnar.