Færri slys við Gull­foss og Geysi

Strokkur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands hef­ur tekið sam­an upp­lýs­ing­ar um kom­ur sjúkra­bíla á Gull­foss og Geys­is­svæðið vegna hálku­slysa eða annarra slysa.

Þrátt fyr­ir ört vax­andi um­ferð ferðamanna virðist sem tek­ist hafi að bæta ör­yggi ferðamanna. Slys­um hef­ur fækkað í öf­ugu hlut­falli við fjölg­un gesta, að því er fram kem­ur í frétt á heimasíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Síðastliðinn vet­ur, 2016-2017, urðu alls sjö slys. Vet­ur­inn 20152016 urðu 18 slys.Vet­ur­inn 20142015 urðu 10 slys. Slys­in skipt­ast þannig að síðustu þrjá vet­ur urðu 23 slys á Geys­is­svæðinu en 12 slys á sama tíma við Gull­foss, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is greinir frá þessu

Fyrri greinÖlkelduhlaup – Minningarhlaup
Næsta greinEyvindur safnar fyrir sjálfvirkum hjartahnoðara