Færri eignir seldust í janúar

Eilítill samdráttur varði í sölu fasteigna á Suðurlandi í janúar sl. ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Seldust alls 52 eignir í janúar en 57 í janúar í fyrra.

Er þetta samdráttur upp á 8,8%. Meiri sala var þó í janúar 2013 en í desember 2012, en 47 íbúðir seldust í desember.

Þá vekur nokkra athygli í tölum Þjóðskrár að engin fasteign seldist í Árborg í síðustu viku.

Fyrri greinLeshringur stofnaður á Selfossi
Næsta greinLítil hlutfallsleg breyting á milli ára