Fær greidda fjóra mánuði til viðbótar

Samkomulag hefur tekist vegna deilna um starfslok Halldóru K. Magnúsdóttur, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra við Hvolsskóla.

Staða Halldóru var lögð niður 10. maí sl og í framhaldi af því gerði hún frekari kröfur en um greiðslur 12 mánaða biðlauna. Án þess að hvorugur aðili viðurkenni rétt hins hefur nú orðið samkomulag um að Halldóra fái greidda fjóra mánuði í viðbót við þá tólf sem fyrirhugaðir voru.

Þar með eru allar kröfur niður fallnar á milli Halldóru og sveitarstjórnar og eru málsaðilar sammála um að aðhafast ekkert sem varpað getur skugga á starfsfrið í Hvolsskóla.

Frá þessu greinir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, í frétt á heimasíðu Rangárþings ytra.

Fyrri grein40 milljónir endurgreiddar
Næsta greinAlfreð Elías þjálfar Ægi