Fær ekki vopnin aftur

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu Páls Reynissonar í Veiðisafninu á Stokkseyri um að lögreglan skili vopnum sem hún gerði upptæk á sunnudagskvöld.

Páll var handtekinn eftir að hafa hleypt af skotum utan við hús á Stokkseyri á sunnudagskvöld. Hann hefur verið sviptur skotvopnaleyfi sínu og byssurnar, níutíu talsins, eru í vörslu Landhelgisgæslunnar.

Auk þess að leggja hald á 90 skotvopn og skotfæri, lagði lögreglan hald á öll efni til skotfæragerðar; púður, skothylki og kúlur.

Segir í niðurstöðu úrskurðar héraðsdóms að byggt sé á að sú aðgerð lögreglu að leggja hald á skotvopnin, að frátöldum tveimur skammbyssum og þremur skothylkjum, hafi verið stjórnsýsluákvörðun sem sæti kæru til aðra stjórnvalds. Verði það því ekki borið undir dómara.

Fallist var á kröfur Páls að hann fái afrit af munaskýrslum lögreglu í málinu.