Færð versnar með kvöldinu

Veður mun fara versnandi á Hellisheiði og í Þrengslum þegar líða tekur á daginn. Frá klukkan 17 er spáð hvassviðri með hríð og mjög slæmu skyggni.

Hálka og snjór er á þessum leiðum en hálka eða hálkublettir eru á vegum víðast hvar um landið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir einnig að veður muni versna almennt um sunnanvert landið í kvöld. Gera má ráð fyrir vindkviðum upp 30-35 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á utanverðu Kjalarnesi.