Færð spillist á fjallvegum eftir hádegi

Búast má við að færð geti spillist á milli kl. 12:00 og 15:00 á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem er í gildi frá kl. 13 í dag til hádegis á morgun.

Um leið og hvessir má reikna með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum. Suðvestanlands á milli kl. 12 og 15, en síðan hlánar upp í 600-900 m hæð. Hviður allt að 40-45 m/s undir Eyjafjöllum frá 13 til 16.

Fyrri greinFjör á Grunnskólamóti HSK í glímu
Næsta greinFóru útaf slóðanum í Reykjadal