Fækkað í yfirmannsstöðum

Ekki verður ráðið í stöðu mannvirkja- og umhverfisfulltrúa í Hveragerði sem sagði upp störfum í sumar.

Elva Dögg Þórðardóttir gegndi stöðunni en sagði upp í júní sl. Verkefni hennar flytjast að hluta til skipulags- og byggingarfulltrúa og menningar- og frístundafulltrúa. Verður skipuriti bæjarins breytt með tilliti til þessa þar til annað verður ákveðið.

Fyrri greinÓmar Diðriks á Gónhól í kvöld
Næsta greinHálendismiðstöð hafnað