Fæðingum fjölgar á HSu

Mikið var að gera á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi síðastliðinn október mánuð. Metfjöldi fæðinga var á deildinni þann mánuð þegar þrettán börn fæddust.

Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir á HSu, segir í grein í Sunnlenska að í byrjun október hafi fæðingafjöldi orðin jafnhár og í fyrra og einnig hærri heldur en árið 2012.

„Það er því ljóst að fjölgun verður á fæðingum í ár ef miðað er við tvö síðustu ár. Það eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir Sunnlendinga og okkur ljósmæður að konur sem eiga þess kost að fæða í heimabyggð velji að gera það,“ segir Sigrún.

Fyrri greinVegna leitar- og björgunaraðgerðar við Ölfusá
Næsta greinVilltist við Heklu