Eystri-Rangá lang aflahæst

Við Eystri-Rangá. Ljósmynd/ranga.is

Á miðvikudagskvöld var Eystri-Rangá komin í 1.823 laxa sem er aðeins minni veiði en í fyrrasumar þegar áin var komin yfir 2.000 laxa á sama tíma.

Eystri-Rangá er lang aflahæsta á sumarsins það sem af er. Ytri-Rangá er í 3. sæti með 777 laxa og Urriðafoss í Þjórsá í 5. sæti með 705 laxa.

Sem fyrr eru víða aðstæður til veiða erfiðar sökum bágs vatnsbúskapar og eru það einna helst dragárnar sem líða fyrir úrkomuleysið og engan forða en sá fór því miður í hlýindum, úrkomu og vatnavöxtum í apríl. Jafnframt eru margar jökulár óvenju mikið litaðar af leir og skyggni af þeim sökum slæmt. 

Í Ölfusá eru 105 laxar komnir á land, Stóra-Laxá er í 70 löxum og Hvítá við Langholt í 67 löxum.

Fyrri greinÓkeypis stórtónleikar í Þorlákshöfn í kvöld
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys í Eldhrauni