Eystri-Rangá komin yfir 3.000

Í gærkvöldi voru 3.008 laxar komnir á land úr Eystri-Rangá sem er aflahæsta laxveiðiáin á landinu.

Eystri-Rangá hefur verið að gefa um 60 laxa á dag í vikunni og er ekki mikill munur á morgun og síðdegisvöktunum í aflatölum. Laxinn er vel dreifður milli svæða og er því ekkert eitt svæði sem er að standa upp úr í þessari viku. Á sama tíma í fyrra voru 3.955 laxar komnir á land úr ánni.

Í Ytri-Rangá eru 2.652 laxar komnir á land. Dagsveiðin hefur verið í kringum 70 laxa þessa vikuna.

Fyrri greinNýstárleg fjáröflun Garps
Næsta greinTF-GIN í loftið á ný