Eystri-Rangá komin á toppinn

Eystri-Rangá fór á toppinn í síðustu viku yfir aflahæstu laxveiðiár landsins.

Í Eystri-Rangá voru 1.897 laxar komnir á land sl. fimmtudag, fimm fleiri en í Norðurá. Í 3. sæti er svo Ytri-Rangá með 1.711 laxa, þremur fleiri en Blanda. Þessar fjórar ár bera höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár landsins í sumar.

Síðustu daga hefur verið góð veiði í Stóru-Laxá þar sem veiðimenn segja nóg af laxi í ánni. M.a. hefur sést til fiska ganga upp á efri svæði sem eru góðar fréttir því áin er þekkt fyrir góða veiði seinnipart sumars.

Fyrri greinFyrsti sigur Árborgar síðan í júní
Næsta greinStóra-Fossvatn yfir 2.000 fiska múrinn