Eystri-Rangá fyrst yfir þúsund laxa

Við Eystri-Rangá. Ljósmynd/ranga.is

Mjög góð veiði hefur verið í Eystri-Rangá undanfarið en hún er fyrsta laxveiðiáin á landinu sem fer yfir 1.000 laxa í sumar. 

Eystri-Rangá er komin í 1.183 laxa eftir afar góða veiðiviku sem skilaði 497 löxum. Ef tölur eru bornar saman við svipaðan tíma í fyrra þá er veiðin nú 113 löxum meiri.

Urriðafoss í Þjórsá heldur öðru sæti en þar er veiðin komin í 636 laxa og skilaði veiðivikan 76 löxum sem er aukning miðað við veiðivikuna á undan.

Í fjórða sæti er Ytri-Rangá og var góð veiði síðust veiðiviku en þar er veiðin komin í 467 laxa og síðasta veiðivika skilaði 176 löxum. 

Ölfusá var komin í 80 laxa á miðvikudagskvöldið, Stóra-Laxá í 54 og Hvítá við Langholt í 45 laxa.

Fyrri greinEva María hársbreidd frá úrslitum
Næsta greinHlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli