Eyrarbakkavegur ófær vegna sandfoks

Eyrarbakkavegur við Óseyrarbrú er ófær vegna sandfoks. Mjög hvasst er nú víðast hvar í Árnessýslu og ekkert ferðaveður.

Lögreglan á Suðurlandi beinir því til vegfarenda að fara ekki út að nauðsynjalausu og fylgjast vel með upplýsingum um færð og veður áður en haldið er af stað.

Ofsaveður fylgir SA- og S- illviðrinu sem nú gengur yfir landið, 25-30 m/s og þar sem hviður ná sér upp allt að 50-60 m/s. Veðurhæð um vestanvert landið er að ná hámarki nú með morgninum og suðvestanlands slær á mesta vindinn upp úr kl. 11 til 12.

Það er greiðfært á Suðurlandi en óveður. Hálkublettir eru sumstaðar á útvegum og í uppsveitum. Hálka er á efrihluta Landvegar. Greiðfært er með Suðausturströndinni og óveður.

Fyrri greinÖlfus féll naumlega úr leik
Næsta greinFjöldi útkalla hjá björgunarsveitum