Eyrarbakkavegur lokaður á fimmtudag

Vegaframkvæmdir á Eyrarbakkavegi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eyrarbakkavegur verður lokaður frá klukkan 4:00 aðfaranótt fimmtudags og fram að miðnætti vegna malbikunarframkvæmda.

Stefnt er að því að malbika báðar akreinar á milli Stekka og Tjarnabyggðar í Sandvíkurhreppi.

Eyrarbakkavegi verður lokað á milli Gaulverjabæjarvegar og Suðurhóla á Selfossi á meðan á framkvæmdum stendur. Merkt hjáleið verður um Gaulverjabæjarveg og Suðurhóla.

Fyrri greinSeldist upp á fjórum klukkustundum
Næsta greinÁrborg fann ekki sigurmarkið gegn níu leikmönnum Elliða