Eyrarbakkavegur lokaður

Vegaframkvæmdir á Eyrarbakkavegi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegna malbikunarframkvæmda var Eyrarbakkavegi lokað, á milli Tjarnabyggðar og Suðurhóla, kl. 18 í dag og verður hann lokaður til klukkan 17 á mánudag.

Unnið er að malbikun við Stekka í Sandvíkurhreppi. Hjáleið er um Hólastekk og Gaulverjabæjarveg, í gegnum Stokkseyri.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Fyrri greinRaw jarðarberja- og súkkulaðikaka
Næsta greinBryndís Embla og Hjálmar Vilhelm Íslandsmeistarar