Eyrarbakkavegur lokaður vegna alvarlegs slyss

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað Eyrarbakkavegi milli Óseyrarbrúar og Eyrarbakka vegna alvarlegs umferðarslyss á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Hafnarbrúar.

Hafnarbrú er vestasta innkeyrslan inn í þorpið á Eyrarbakka. Þar rákust saman bifreið og bifhjól.

Lögregla og sjúkralið er við vinnu á vettvangi og verið er að flytja ökumann bifhjólsins á sjúkrahús í Reykjavík.