Eyjafjallajökull á topp 10

Eyjafjallajökull kemst á topp tíu lista Time Magazine um helstu orð sem voru í umræðunni á árinu 2010.

Tímaritið raðar árlega upp topp 10 listum yfir það sem borið hefur hæst á hverju ári.

Miðað við allan þann usla sem Eyjafjallajökull olli á árinu er ekki að undra að hann komist á lista. Þó kann að vekja furðu að hann nær ekki nema fjórða sæti á listanum.

Það orð sem náði topp sætinu er Vuvuzela, en lætin í þessum suður afrísku lúðrum gerðu mörgum fótboltaáhugamanninum lífið leitt á HM í sumar.

Hér má skoða topplista Time